Dýralæknastofa Reykjavíkur er dýralæknastofa miðsvæðis í Reykjavík. Við bjóðum við upp á alla almenna þjónustu fyrir smádýr og leggjum við okkur fram um persónulega þjónustu þar sem við gefum okkur nægan tíma fyrir þarfir hvers sjúklings. Stofan er útbúin fullkomnum tækjum til rannsókna ásamt fullbúinni skurðstofu þar sem framkvæmdar eru allar helstu skurðaðgerðir. Einnig erum við með fullkomna tannaðstöðu þar sem allar helstu tannaðgerðir eru framkvæmdar með nýjustu tækjum. Stofan er partur af neyðarvakt dýralækna á höfuðborgarsvæðinu og önnumst við þá alla neyðarþjónustu fyrir öll dýr stór sem smá. Dýralæknar stofunnar hafa áralanga reynslu og þekkingu af umönnun dýra og meðhöndlun sjúkdóma ásamt almennri ráðgjöf um fóðrun og umhirðu smádýra.
HeilsufarsskoðanirAllir njóta góðs af því að koma reglulega í heilsufarsskoðun til dýralæknis. Góð heilsufarsskoðun er grunnurinn að öllum sjúkdómsgreiningum.
|
LyflækningarÁ stofunni erum við vel útbúin tækjum til rannsókna og erum vel í stakk búin til að greina og meðhöndla hvaða þá sjúkdóma sem gæludýrið þitt kann að hafa.
|
SkurðlækningarÁ stofunni framkvæmum við allar helstu skurðaðgerðir, geldingar, ófrjósemisaðgerðir og mjúkvefsaðgerðir.
|