Stofan
Dýralæknastofa Reykjavíkur opnaði 28 febrúar 2013, og er hún staðsett miðsvæðis í Reykjavík. Stofan er björt og opin og leggjum við okkur fram um viðkunnanlegt viðmót og faglega þjónustu og gefum við okkur tíma fyrir hvern og einn. Við bjóðum alla velkomna, stóra sem smáa.
Dýralæknarnir
Dýralæknir
[email protected] Hildigunnur Georgsdóttir lærði dýralækningar í Norges Veterinærhøgskole og útskrifaðist þaðan árið 2005. Þá flutti hún til Svíþjóðar og starfaði í 3 ár á Alingsås Djurklinik. Eftir það tók heimþráin yfir og hún kom heim haustið 2008. Hóf hún þá störf á Dýraspítalanum í Víðidal og vann þar þangað til að hún var með í að stofna Dýralæknastofu Reykjavíkur 2012. Hún er aðal skurðlæknir stofunnar og er að sækja sér sérmenntur í skurðlækningum gæludýra. |
Dýralæknir
[email protected] Katla Guðrún lærði dýralækningar í Szent István University í Búdapest og útskrifaðist þaðan árið 2008. Árið 2009 kom hún heim til Íslands vann þá bæði á Dýraspítalanum í Garðabæ og Dýraspítalanum í Víðidal. Árið 2012 var hún einn stofnanda Dýralæknastofu Reykjavíkur og hefur unnið þar síðan. Hún er að sérhæfa sig í tannlækningum gæludýra og er langt komin með það sérnám. |
Dýralæknir
[email protected] Inam dýralæknir útskrifaðist úr dýralæknaskólanum í Búdapest árið 2014 og flutti svo þaðan til Danmerkur. Átta árum síðar dró hún fjölskylduna með aftur í heimahagana. Inam er að sérmennta sig í lyflækningum smádýra. Kisurnar eiga alveg sérstakan stað í hjarta hennar og hefur hún sótt ótal námskeið um kisur og þeirra sjúkdóma og er hvergi nærri hætt. |
Dýralæknir
[email protected] Ióhanna Ósk dýralæknir er 29 ára Reykjavíkurmær. Hún útskrifaðist frá Slóvakíu sumarið 2023 en hefur þó verið viðloðin Dýralæknastofu Reykjavíkur frá 2020. Jóhanna hefur mestan áhuga á smádýrum og er að vinna við að finna sitt áhugasvið. |