Opið: 08-17 virka daga, 10-12 laugardaga   Sími 578 5454
Dýralæknastofa Reykjavíkur
  • Heim
  • Stofan
  • Þjónusta
  • Greinar
  • Verslun
  • Hafðu Samband
  • Heim
  • Stofan
  • Þjónusta
  • Greinar
  • Verslun
  • Hafðu Samband

Stofan

Dýralæknastofa Reykjavíkur opnaði 28 febrúar 2013, og er hún staðsett miðsvæðis í Reykjavík. Stofan er björt og opin og leggjum við okkur fram um viðkunnanlegt viðmót og faglega þjónustu og gefum við okkur tíma fyrir hvern og einn. Við bjóðum alla velkomna, stóra sem smáa. 

Dýralæknarnir

Picture

​Dýralæknir
hildigunnur@dyri.is

Hildigunnur Georgsdóttir lærði dýralækningar í Norges Veterinærhøgskole og útskrifaðist þaðan árið 2005. Þá flutti hún til Svíþjóðar og starfaði í 3 ár á dýralæknastofu fyrir utan Gautaborg, Alingsås Djurklinik. Eftir það tók heimþráin yfir og hún kom heim haustið 2008. Hóf hún þá störf á Dýraspítalanum í Víðidal og vann þar þangað til að Dýralæknastofa Reykjavíkur var stofnuð árið 2012.
Picture

​Dýralæknir
katla@dyri.is
​
Katla Guðrún lærði dýralækningar  í Szent István University í Búdapest og útskrifaðist þaðan árið 2008.  Sumarið 2008 vann hún á Dýraspítalanum í Víðidal. Þá flutti hún til Frakklands þar sem hún var starfsnemi á dýralæknastofu í Strasbourg.  Árið 2009 kom hún svo heim til Íslands og tók til starfa á Dýraspítalanum í Garðabæ. Árið 2011 tók hún aftur til starfa Víðidal og vann þar þangað til að Dýralæknastofa Reykjavíkur var stofnuð árið 2012.
Picture
Dýralæknir
mariana@dyri.is
​
Mariana Assis lærði dýralækningar við Instuto de Ciencias Biomédicas Abel Salazar in Porto University. Hún útskrifaðist árið 2020. Hún kom til Íslands í starfsþjálfum hjá Dýraspítalanum í Víðidal í byrjun árs 2020 og var þar fram á sumar. Í júní byrjaði hún að starfa hjá okkur á Dýralæknastofu Reykjavíkur. Hún hefur mikinn áhuga á Íslandi og hefur hugsað sér að setjast hérna að og er á fullu að læra tungumálið. 
Picture
Dýralæknir
silja@dyri.is

Silja Edvardsdóttir lærði dýralækningar við Det Biovidenskabelige Fakultet, Københavns Universitet​ og útskrifaðist þaðan 2013. Þá kom hún heim og vann hjá Matvælastofnun í 1 ár. Eftir það fór hún til Svíþjóðar og vann hjá Distriktsveterinärerna í eitt ár. Síðan kom hún aftur heim og hefur unnið á Dýraspítalanum í Víðidal og Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti. Hún hóf svo störf hjá Dýralæknastofu Reykjavíkur í haustið 2018. 
​

Starfsfólk

Powered by Create your own unique website with customizable templates.