Sími 578 5454
Dýralæknastofa Reykjavíkur
  • Heim
  • Stofan
  • Þjónusta
  • Greinar
  • Verslun
  • Hafðu Samband
  • Heim
  • Stofan
  • Þjónusta
  • Greinar
  • Verslun
  • Hafðu Samband

​

​Almenn þjónusta

Við bjóðum upp á alla almenna dýralæknaþjónustu, heilbrigðisskoðanir, bólusetningar og lyflækningar. Við erum með fullbúna skurðstofu og bjóðum upp á allar helstu skurðaðgerðir. Við erum með nýja tannhreinsivél svo það þarf enginn hundur né köttur að fara út frá okkur með neitt minna en bjartasta tannkrembros.

​Neyðarvakt

Það er alltaf einhver á vaktinni á Dýralæknastofu Reykjavíkur. Ef það eru ekki við sjálfar sem erum á vakt þá erum við í vaktarsamstarfi dýralækna á höfuðborgarsvæðinu þ.a. það er tekið á móti öllum sjúklingum sem þurfa aðstoð allan sólarhringinn. Símanúmer fyrir neyðartilfelli er 530-4888.
Picture

Bólusetningar

Hundar: 

Við mælum með að bólusetja hvolpa þegar þeir eru orðnir 8 vikna, 12 vikna og svo aftur 1árs.  Í framhaldi af því eru hundar bólusettir annað hvert ár.  Bóluefnið sem er notað á íslandi ver hunda gegn smáveirusótt (Parvo), smitandi lifrarbólgu (Hepatitis Contagiosa Canis), hótelhósta (Kennel cough) og  hundapest (Canine Distemper).




​
Kettir:

Við mælum með að bólusetja kettlinga þegar þeir eru orðnir 10-12 vikna svo aftur 14-16 vikna.  Í framhaldi er ráðlagt að bólusetja útiketti árlega og inniketti annað hvert ár. Bóluefnið sem notað er á Íslandi ver ketti gegn kattafári (feline panleucopenia), kattaflensu (feline viral rhinotracheitis) og caliciveiru.
Picture
Picture

Ormahreinsun

Ráðlegt er að ormahreinsa bæði hunda og ketti reglulega.  Við mælum jafnvel með að ormahreinsa veiðihunda og hunda sem eru mikið á útivistasvæðum hunda 2 á ári, þá sérstaklega á haustin eftir mikla útiveru um sumarið.
Picture

Tannhreinsun

Tannhirða hunda og katta er mjög mikilvæg.  Tannsteinn á það til að safnast fyrir á tönnum bæði hunda og katta. Smáhundar eru í sérstökum áhættuhóp þar sem þeir eru oft ekki duglegir að naga bein eða lélegir að borða þurrmat. Þegar mikill tannsteinn safnast fyrir getur það valdið bólgum í tannholdi og ef ekkert er að gert myndast tannholdsbólga sem getur leitt til þess að tennur losna og detta. Þessu fylgir að sjálfsögðu mikil andfýla sem margir dýraeigendur kannast örugglega við. Slæm tannholdsbólga getur líka opnað leið fyrir bakteríur inn í blóðrásarkerfið í gegnum tannholdið, þá geta bakteríurnar breiðst út um öll líffærakerfi dýrsins og valdið sýkingum. Þess vegna er mikilvægt að fylgjast vel með og láta skoða tennur reglulega og láta hreinsa tannsteininn áður en tannholdsbólga myndast.
Picture
Powered by Create your own unique website with customizable templates.