Almenn þjónusta
Við bjóðum upp á alla almenna dýralæknaþjónustu, heilbrigðisskoðanir, bólusetningar og lyflækningar. Við erum með fullbúna skurðstofu og bjóðum upp á allar helstu skurðaðgerðir. Einnig erum við með nýtt röntgentæki og sónar til að hjálpa við til við greiningar. Við erum með fullkominn búnað fyrir allar tannaðgerðir og tannlækni sem er að sérhæfa sig í þeim. Hún tekur meðal annars að sér rótafyllingar og annað til að bjarga tönnum. Við erum með nýtt röntgentæki og svæfingavél svo það þarf enginn hundur né köttur að fara út frá okkur með neitt minna en bjartasta tannkrembros.
Tímabókanir og verð fyrir almenna þjónustu er hægt að sjá inn á noona.is/dyralaeknastofareykjavikur. Stærri aðgerðir þarf þó að bóka í síma 578-5454.
Tímabókanir og verð fyrir almenna þjónustu er hægt að sjá inn á noona.is/dyralaeknastofareykjavikur. Stærri aðgerðir þarf þó að bóka í síma 578-5454.
Neyðarvakt
Almennur opnunartími okkar er á milli 8-17 virka daga og milli 10-12 á laugardögum. En það er samt alltaf einhver á vaktinni á Dýralæknastofu Reykjavíkur. Ef það eru ekki við sjálfar þá erum við í vaktarsamstarfi dýralækna á höfuðborgarsvæðinu þ.a. það er tekið á móti öllum sjúklingum sem þurfa aðstoð allan sólarhringinn. Símanúmer fyrir neyðartilfelli er 530-4888.
|
Bólusetningar
Hundar:
Við mælum með að bólusetja hvolpa þegar þeir eru orðnir 8 vikna, 12 vikna og svo aftur 4-6 mánaða. Í framhaldi af því eru hundar bólusettir ári seinna og svo þriðja hvert ár. Bóluefnið sem er notað á íslandi ver hunda gegn smáveirusótt (Parvo), smitandi lifrarbólgu (Hepatitis Contagiosa Canis), hótelhósta (Kennel cough) og hundapest (Canine Distemper). Kettir: Við mælum með að bólusetja kettlinga þegar þeir eru orðnir 10-12 vikna svo aftur 14-16 vikna. Í framhaldi er ráðlagt að bólusetja alla ketti þriðja hvert ár, en bæta þó við bólusetningu ef þeir fara á kattahótel. Bóluefnið sem notað er á Íslandi ver ketti gegn kattafári (feline panleucopenia), kattaflensu (feline viral rhinotracheitis) og caliciveiru. |
Ormahreinsun
Tannhreinsun
Tannhirða hunda og katta er mjög mikilvæg. Tannsteinn á það til að safnast fyrir á tönnum bæði hunda og katta. Smáhundar eru í sérstökum áhættuhóp þar sem þeir eru oft ekki duglegir að naga bein eða lélegir að borða þurrmat. Þegar mikill tannsteinn safnast fyrir getur það valdið bólgum í tannholdi og ef ekkert er að gert myndast tannholdsbólga sem getur leitt til þess að tennur losna og detta. Þessu fylgir að sjálfsögðu mikil andfýla sem margir dýraeigendur kannast örugglega við. Slæm tannholdsbólga getur líka opnað leið fyrir bakteríur inn í blóðrásarkerfið í gegnum tannholdið, þá geta bakteríurnar breiðst út um öll líffærakerfi dýrsins og valdið sýkingum. Þess vegna er mikilvægt að fylgjast vel með og láta skoða tennur reglulega og láta hreinsa tannsteininn áður en tannholdsbólga myndast.
|