Hvort sem það er með vilja gert eða ekki, þá er óhjákvæmilegt að einhverjar tíkur verðir hvolpafullar á lífsleiðinni. Yfirleitt er það með ráðum gert, og í mörgum tilfellum eru tíkurnar hjá margreyndum ræktendum sem eflaust kalla ekki allt ömmu sína í þessum málum. Það eru þó auðvitað ekki allir sem hafa reynslu af óléttum tíkum eða hafa aðgang að reynsluboltum til að ráðfæra sig við. Hér er því yfirlit yfir helstu stig eðlilegrar meðgöngu hjá tíkum. |
Eðlileg meðganga hjá tíkum eru um 63 dagar, mælt frá egglosi fram til fæðingu hvolpanna. Þessu tímabili má, líkt og hjá konum, skipta í þrjú tímabil, þar sem hvert þeirra er 21 dagur.
Fyrsti þriðjungur
Á fyrstu þremur vikunum eru fá merki um það að tíkin sé hvolpafull, hún hegðar sér eðlilega og ekki er neitt að sjá að það sér líf að bærast innra með henni. Margir reyndir ræktendur velja þó að passa tíkurnar mjög vel á þessu tímabili til að koma í veg fyrir að missa hvolpa, en ekki er hægt að mæla hvort einhver árangur sé af því, en það er alltaf gott að láta heilbrigða skynsemi ráða för þegar kemur að hvolpafullum tíkum.
Eftir fyrstu þrjár vikurnar, og hjá sumum tíkum upp á dag, koma fram fyrstu merkin um að tíkin sé hvolpafull. Margar tíkur missa matarlystina og fá jafnvel létta ógleði. Þetta er tilkomið vegna hormónabreytinga. Það þarf að passa upp á að tíkin borði á meðan að á þessari ógleði stendur og má því alveg réttlæta að reyna að gera matinn hennar aðeins girnilegri í stutta stund og bjóða henni fleiri minni máltíðir yfir daginn í stað einnar stórrar. Restina af meðgöngunni er svo ráðlegt að gefa henni nokkrum sinnum á dag. Það getur vel verið ráðlegt að kíkja með tíkina til dýralæknis á þessu tímabili til að fá ráðleggingar og svör við spurningum sem kunna að brenna á fólki.
Ef um skipulagða pörun var að ræða hefur verið sýnt fram á að það sé gott að gefa tíkinni bætiefni líkt og fólín sýru á meðgöngu líkt og hjá konum til að tryggja eðlilegan vöxt á fóstrunum og koma í veg fyrir holgóma hvolpa. Það þarf að byrja á því um leið og tíkin fer að lóða og halda því áfram inn í meðgönguna.
Eftir fyrstu þrjár vikurnar, og hjá sumum tíkum upp á dag, koma fram fyrstu merkin um að tíkin sé hvolpafull. Margar tíkur missa matarlystina og fá jafnvel létta ógleði. Þetta er tilkomið vegna hormónabreytinga. Það þarf að passa upp á að tíkin borði á meðan að á þessari ógleði stendur og má því alveg réttlæta að reyna að gera matinn hennar aðeins girnilegri í stutta stund og bjóða henni fleiri minni máltíðir yfir daginn í stað einnar stórrar. Restina af meðgöngunni er svo ráðlegt að gefa henni nokkrum sinnum á dag. Það getur vel verið ráðlegt að kíkja með tíkina til dýralæknis á þessu tímabili til að fá ráðleggingar og svör við spurningum sem kunna að brenna á fólki.
Ef um skipulagða pörun var að ræða hefur verið sýnt fram á að það sé gott að gefa tíkinni bætiefni líkt og fólín sýru á meðgöngu líkt og hjá konum til að tryggja eðlilegan vöxt á fóstrunum og koma í veg fyrir holgóma hvolpa. Það þarf að byrja á því um leið og tíkin fer að lóða og halda því áfram inn í meðgönguna.
Annar þriðjungur
Á fjórðu til sjöttu viku, eða degi 21-42, fer fyrir alvöru að sjá á tíkinni að hún sé hvolpafull. Maginn fer að gildna og spenarnir fara að verða sýnilegri og að stækka. Tíkin gæti farið að róast aðeins á þessu tímabili og þegar matarlystin er komin til baka fer hún hægt og rólega að aukast. Það skiptir máli að fóðra tíkina á góðu fóðri sem inniheldur næga orku nægt kalk.
Á þessu tímabili er fyrst hægt að staðfesta meðgönguna. Það eru nokkrar leiðir til þess og eru þær misjafnar og mis áreiðanlegar:
Á þessu tímabili er fyrst hægt að staðfesta meðgönguna. Það eru nokkrar leiðir til þess og eru þær misjafnar og mis áreiðanlegar:
Sónarskoðun er hægt að framkvæma frá þriðju viku, eða frá degi 21, en sé hún framkvæmd svo snemma er afar auðvelt að yfirsjást fóstrin. Því er hún ekki mjög áreiðanleg sjáist ekkert á þessum tíma, en sjáist hvolpar þá er tíkin hvolpafull. Í kringum dag 30 er afar gott að sónarskoða, þá er yfirleitt hægt að sjá hjartslátt í fóstrunum. Ókostur við sónarskoðun er að það er afar erfitt að telja áreiðanlega fjölda hvolpa þar sem ekki er hægt að greina almennilega á milli hvolpa þegar skanninn er færður.
Þreyfun er hægt að framkvæma frá 28 til 35 degi meðgöngu af færum aðilum með reynslu. Þá er hægt að finna hvolpana á stærð við valhnetur í röð inni í leginu. Þetta þarf að framkvæma afar varlega því auðvelt er að vera of harðhentur og valda skaða og jafnvel eyðileggja fóstur.
Þreyfun er hægt að framkvæma frá 28 til 35 degi meðgöngu af færum aðilum með reynslu. Þá er hægt að finna hvolpana á stærð við valhnetur í röð inni í leginu. Þetta þarf að framkvæma afar varlega því auðvelt er að vera of harðhentur og valda skaða og jafnvel eyðileggja fóstur.
Þriðja aðferðin til að staðfesta meðgöngu er svokallað Relaxin próf. Þar er mælt magn relaxin hormóns í blóði, sem er framleitt af legkökunum. Relaxin er mælanlegt í blóði u.þ.b. 20 dögum frá egglosi (nánar tiltekið frá toppi bylgju gulbúsörvandi hormóns (LH) sem kemur af stað egglosi). Tilvist þessa hormóns í blóði er áreiðanleg staðfesting á meðgöngu. Það er talið að tegund, stærð tíkarinar og fjöldi hvolpa geti haft áhrif á magn relaxins. Prófið er jákvætt fyrir u.þ.b. 80% af tíkum 20-28 dögum eftir egglos, en sumar mælast ekki jákvæðar fyrr en á degi 31 eftir egglos. Eins og stendur er þetta próf ekki í boði á Íslandi.
Þriðji þriðjungur
Á sjöundu viku er fyrir alvöru farið að sjá á tíkinni að hún sé hvolpafull. Spenarnir hennar eru líklega farnir að stækka og jafnvel dekkjast aðeins. Tíkin er líklega orðin mun rólegri en hún var, farin meira að sækja í að slappa af (sem er að sjálfsögðu ekkert endilega nýtt hjá öllum tíkum, þær eru mis orkumiklar og fjöruga eins og þær eru margar). Hvolparnir eru farnir að þrengja að líffærum hennar, og þá sérstaklega maga og lungum. Það er gott að halda áfram að gefa henni nokkrar minni máltíðir í stað einnar stórrar, en það þarf að gæta að því að gefa henni ekki ótakmarkað að borða því sumar tíkur geta auðveldlega étið yfir sig. Tíkur verða oft mjög svangar undir lok meðgöngu, og of mikil fóðrun getur einnig haft þau áhrif að hvolparnir stækka ótæpilega og geta orðið það stórir að það valdi vandræðum í fæðingu. Undir lok meðgöngunnar fara einnig mjólkurkirtlarnir í spenunum að fara að undirbúa sig undir mjólkurframleiðslu, spenarnir fara að stækka og smá mjólkurlitur vökvi getur seitlað út.
Á þessum vikum er hægt að taka röntgen mynd af kviðarholi tíkarinnar, sem sumir velja að gera til þess að fá nokkuð staðfest hversu margir hvolpar eru væntanlegir. Ef tíkin ber marga hvolpa getur verið gott að vita hvenær hún er örugglega búin að eiga þá alla. En ef tíkin ber fáa, eða einungis einn hvolp, þá getur fæðingin verið henni erfið, þar sem hvolparnir eru þá gjarnan mjög stórir, og eru þá meiri líkur á því að hún lendi í keisaraskurði. Því getur verið gott að fara með tíkina í myndatöku til að fá hugmynd um hversu margir hvolpar leynast þar inni. Yfirleitt er þetta framkvæmt á 55-59 degi, þegar beinagrind hvolpanna er orðin nægilega mikið mynduð þ.a. hún sjáist á röntgen mynd.
Á þessum tímapunkti meðgöngunnar er magi tíkarinnar orðinn vel stór og mikill og á hún oft orðið erfiðara með að hreyfa sig. Á síðustu tveimur vikum meðgöngunnar er oft hægt að sjá móta fyrir stækkandi hvolpum og finna tær, lappir og höfuð þegar strokið er létt yfir magann. Á þessu tímabili velja margir að fóðra tíkina á hvolpafóðri, og það er sniðugt því bæði er það orkuríkara fóður og það er aðeins meira kalk í því en í fóðri fyrir fullorðna hunda. Það er gott fyrir tíkina að fá ormahreinsun undir lok meðgöngunnar. Á meðgöngu fara ormalirfur, sem legið hafa í dvala, af stað og ferðast frá móðurinni, yfir legkökuna, og yfir í hvolpana. Þessar sömu lirfur ferðast í hvolpana líka í gegnum spenana og er því mikilvægt fyrir þroska hvolpanna seinna meir að halda ormabyrði þeirra í lágmarki.
góð skiptir þó máli að gefa tíkini ekki ormalyf of snemma á meðgöngu því lyfin geta mögulega haft áhrif á fóstrin. Ráðlegt er að bíða fram undir lok meðgöngu, eða í kringum fimmtugasta dag meðgöngu.
Þegar tíkin er komin að lokum meðgöngu skiptir máli að passa að tíkin sé ekki að ærslast að óþörfu, ráðlegt er að hreyfing fari fram í rólegheitum og eru langar taumgöngur á jöfnu undirlagi ákjósanlegri en lausahlaup í hólum og hæðum þegar tíkin er að verða komin að goti.
Margar tíkur klára meðgönguna alveg án vandræða og eru færar um að koma hvolpunum í heimin alveg án nokkurar hjálpar. Það er þó öll ástæða til að hafa varan á og fylgjast með merkjum um að hún sé komin á tíma. Eitt af merkjum líkamans að komið sé að goti, er að allt að 24 tímum fyrir got fellur líkamshitinn. Þetta er þekkt hjá mönnum líka. Þegar líkamshiti tíkarinnar fellur undir 37°C koma hvolparnir venjulega innan sólarhrings. Hafi það ekki gerst, eða falli hiti tíkarinnar ekki, getur þurft aðstoð dýralæknis við að koma hvolpunum í heiminn. Því velja margir reyndir ræktendur að mæla og skrásetja hita tíkarinnar reglulega síðustu vikuna. Það er gert með venjulegum hitamæli og þegar tíkin er komin nálægt settum degi er gott að mæla hana oft á dag til að missa ekki af hitafallinu. Þegar hitinn rís aftur hefst sóttin venjulega.
Það er aldrei hægt að vita fyrirfram með heilbrigðar tíkur, hvort fæðingarhjálp eða keisaraskurður sé nauðsynlegur. Sumir eigendur með tíkur af tegundum sem eru þekktar fyrir að eiga í erfiðleikum með að gjóta, velja að bóka keisara hjá sínum dýralækni. Það er þó ekki ráðlegt að leggja margar meðgöngur á tíkur sem þurfa keisara. Því er gott að þekkja merki eðlilegrar meðgöngu og að vita hvenær von er á að tíkin gjóti. Gott getur því verið að vera í sambandi við sinn dýralækni þ.a. allir séu undir það búnir ef tíkin þarf meiri aðstoð við að koma hvolpunum í heiminn.
Þegar tíkin er komin að lokum meðgöngu skiptir máli að passa að tíkin sé ekki að ærslast að óþörfu, ráðlegt er að hreyfing fari fram í rólegheitum og eru langar taumgöngur á jöfnu undirlagi ákjósanlegri en lausahlaup í hólum og hæðum þegar tíkin er að verða komin að goti.
Margar tíkur klára meðgönguna alveg án vandræða og eru færar um að koma hvolpunum í heimin alveg án nokkurar hjálpar. Það er þó öll ástæða til að hafa varan á og fylgjast með merkjum um að hún sé komin á tíma. Eitt af merkjum líkamans að komið sé að goti, er að allt að 24 tímum fyrir got fellur líkamshitinn. Þetta er þekkt hjá mönnum líka. Þegar líkamshiti tíkarinnar fellur undir 37°C koma hvolparnir venjulega innan sólarhrings. Hafi það ekki gerst, eða falli hiti tíkarinnar ekki, getur þurft aðstoð dýralæknis við að koma hvolpunum í heiminn. Því velja margir reyndir ræktendur að mæla og skrásetja hita tíkarinnar reglulega síðustu vikuna. Það er gert með venjulegum hitamæli og þegar tíkin er komin nálægt settum degi er gott að mæla hana oft á dag til að missa ekki af hitafallinu. Þegar hitinn rís aftur hefst sóttin venjulega.
Það er aldrei hægt að vita fyrirfram með heilbrigðar tíkur, hvort fæðingarhjálp eða keisaraskurður sé nauðsynlegur. Sumir eigendur með tíkur af tegundum sem eru þekktar fyrir að eiga í erfiðleikum með að gjóta, velja að bóka keisara hjá sínum dýralækni. Það er þó ekki ráðlegt að leggja margar meðgöngur á tíkur sem þurfa keisara. Því er gott að þekkja merki eðlilegrar meðgöngu og að vita hvenær von er á að tíkin gjóti. Gott getur því verið að vera í sambandi við sinn dýralækni þ.a. allir séu undir það búnir ef tíkin þarf meiri aðstoð við að koma hvolpunum í heiminn.
Myndir birtar með leyfi eiganda.
Upphafsmynd - Tilheyrir höfundi
Aðrar myndir : Julie Poole- http://JuliePoole.com
Um höfund : Silja Unnarsdóttir er dýralæknir menntuð frá Danmörku með sérmenntun í kírópraktík fyrir dýr (Veterinary Chiropractic).
Upphafsmynd - Tilheyrir höfundi
Aðrar myndir : Julie Poole- http://JuliePoole.com
Um höfund : Silja Unnarsdóttir er dýralæknir menntuð frá Danmörku með sérmenntun í kírópraktík fyrir dýr (Veterinary Chiropractic).